top of page

Bókin

Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn

Þetta er bók fyrir konur sem finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins eða eru að nálgast breytingaskeiðið og ákveða að taka stjórn á eigin lífi. Einkenni eins og hitakóf, þreyta, svefntruflanir, mígreni og minni löngun til kynlífs eru allt mögulegir fylgifiskar breytingaskeiðsins sem búast má við að geri vart við sig á miðjum fimmtugsaldri - stundum fyrr.

Hér sýnir Dinah Rodrigues fram á að með einföldum, mjúkum jógaæfingum og ákveðinni öndunar- og orkutækni er hægt að örva framleiðslu hormóna í líkamanum á náttúrulegan hátt og draga þannig úr eða koma í veg fyrir margvísleg óþægindi á breytingaskeiðinu.

Í bókinni er einnig viðamikill fróðleikur um breytingaskeiðið, úrræðin, mataræði og fleira.

Hormónajóga hefur einnig reynst þeim konum vel sem stríða við ófrjósemi.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajóga- og hathajógakennari er þýðandi bókarinnar. Hún nam fræði sín hjá Dinah Rodrigues og kennir nú hormónajóga á Íslandi. 

Útgefandi: Yoga Natura ehf.

Bókin fæst í Pennanum, hjá Forlaginu, Fiskislóð, í Ljósheimum, Betra lífi í Kringlunni, jógastöðinni Tadasana á Siglufirði og hjá útgefanda yoganatura.is

Mynd af forsíðu.JPG
bottom of page