top of page
Search
Writer's pictureHormónajóga

Ágæti Qigong og Qigong í hormónajóga



Þessi mynd sem þú sérð hér er tekin á Klambratúni í sumar. Hér er fólk í Qigong-lundinum svokallaða að gera Qigong æfingar. 18. ágúst er síðasta samverustundin á túninu en starfsemin flyst þá inn í Tvo heima í Fossvogsdalnum og hefst samkvæmt stundaskrá 1. september.


Í hormónajóga notum við Qigong í orkuflæðinu til að færa orkuna til þeirra kirtla eða líffæra sem við erum að vinna með hverju sinni. Þessi hluti orkuflæðisins er mjög mikilvægur og því gott að fá innsýn inn í það hvað Qigong er.


Í pistli á fésbókarsíðu Tveggja heima er vitnað til rannsókna og greina í erlendum tímaritum um ágæti Qigong. Þar kemur meðal annars fram að iðkun æfinganna auki athyglisgáfuna, heilastarfsemin verður hraðari, blóðþrýstingur batnar og hjarta og lungu styrkjast. Þar kemur einnig fram að Qigong æfingar minnka þunglyndi, draga úr kvíða og stuðla almennt að betri andlegri líðan.


Pistillinn:


„Tveir heimar leggja áherslu á qigong og gildi æfinganna fyrir huga og heilsu. Nýlega birti dr. Michelle Schoffro Cook, útgefandi vefritsins World’s Healthiest News, forseti PureFood BC, og höfundur metsölubóka um athyglisgáfu og heilastarfsemi, grein á vefriti sínu um nýjar rannsóknir sem sýna ágæti qigong. Hér birtist útdráttur úr henni.

Í nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Complementary Therapies in Medicine segir að vitsmunaleg virkni þeirra sem geri qigong æfingar þrisvar í viku í átta vikur sé meiri en áður en þeir hófu æfingarnar. Við rannsóknina kom í ljós að mjúkar æfingarnar juku athyglisgáfu, heilastarfsemin varð hraðari og almenn andleg geta jókst. Þá varð það þátttakendum í tilrauninni einnig til góða að blóðþrýstingur þeirra batnaði, hjarta og lungu styrktust.

Æfingarnar hafa góð áhrif á heilastarfsemi heilbrigðra einstaklinga en þær gera þeim einnig gagn sem glíma við heilasjúkdóma. Í International Journal of Neuroscience birtist grein þar sem sagði að eftir qigong iðkun í sex vikur mætti sjá umtalsverða breytingu til batnaðar á einkennum Parkinson-veiki. Í ljós kom að qigong bætti gæði svefns og minnkaði gönguskjálfta. Í tímaritinu Explore var sagt frá því að qigong nýttist þeim sem hefðu orðið fyrir mildum heilaskaða. Rannsóknin beindist aðeins að slíkum skaða og segir því ekkert um áhrifin sé skaðinn meiri – þar nýtist qigong einnig. Í International Journal of Behavioural Medicine segir að qigong æfingar minnki þunglyndi, dragi úr kvíða og stuðli almennt að betri andlegri líðan.“

30 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page