top of page
Search

Árangur og skeggvöxturÁrangur


Dinah Rodrigues, höfundur hormónajóga, sem fagnaði 96 ára afmælinu sínu í vikunni, hefur aldrei verið spör á ráðleggingar til kvenna sem stunda hormónajóga og þeirra sem hafa áhuga á að tileinka sér æfingarnar en eru ekki byrjaðar.


Við leitum í smiðju hennar og hér er hún spurð um árangurinn af æfingunum m.t.t. ákveðinna einkenna og skeggvöxt. Þetta eru hennar svör:


„Ef þú gerir hormónajógaæfingarnar að lágmarki fjórum sinnum í viku máttu gera ráð fyrir að eftir tvo til þrjá mánuði hafi stórlega dregið úr einkennum eins og pirringi, taugaveiklun, tilfinningalegu ójafnvægi, svefntruflunum, kvíða og streitu.


Þunglyndi getur mögulega horfið eftir þriggja mánaða iðkun en það fer allt eftir alvarleika sjúkdómsins.


Í 99% tilfella dregur úr PMS, verkjum og krömpum sem fylgja blæðingum, mígreni og höfuðverk. Ef konur eru hins vegar undir miklu álagi og streitu og vinna ekki með það þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að einkennin hverfi að fullu en þær ná alltaf einhverjum árangri."


Dinah Rodrigues, höfundur hormónajóga

Skeggvöxtur


„Þegar magn estrógens í líkamanum hrynur er testósterónið eftir og eitt af hlutverkum þess er að örva hárvöxt, hvort sem er skeggvöxt eða annan hárvöxt.

Þegar við iðkum hormónajóga reglulega þá erum við að örva líkamann til að framleiða estrógen. Með hækkandi magni estrógens, og þetta gerist á nokkrum vikum, mun skeggið hverfa af sjálfu sér.“


Dinah Rodrigues, höfundur hormónajóga


Í hormónajóga örvum við og endurvekjum hormónabúskap líkamans og komum okkur í betra andlegt og tilfinningalegt jafnvægi.


29 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page