Það er allur gangur á því hversu mjög konur finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins og þeim hliðarverkunum sem því kunna að fylgja, þ.e. sjúkdómum.
Dinah Rodrigues, höfundur hormónajóga kýs að skipta breytingaskeiðinu í þrjá flokka:
1. flokkur - almenn einkenni
Róttæk lækkun á hormónamagni.
Mikil og sterk einkenni og alvarlegir sjúkdómar sem fylgja s.s.
beinþynning, hækkun kólesteróls og fleira.
Hætta á hjarta- og æðasjúkdómum.
2. flokkur - almenn einkenni
Lækkun hormónamagns í meðallagi.
Styrkleiki einkenna í meðallagi.
Engin merki um hliðarverkanir.
3. flokkur - almenn einkenni
Lítil lækkun á hormónamagni.
Engin merkjanleg einkenni.
Engin merki um hliðarverkanir.
Vandkvæðalaus tíðahvörf (eingöngu það að blæðingar eru hættar).
Ef um er að ræða sjúkdóma vegna minnkandi hormónaframleiðslu er hægt að aðlaga hormónajógaæfingarnar þannig að fyllsta tillit sé tekið til þarfa hvers einstaklings eins og gert er þegar um kvalir í baki er að ræða, liðverki, sykursýki, háþrýsting og hjarta- og æðasjúkdóma. Aðlagaðar hormónajógaæfingar skila líka góðum árangri.
Með reglulegri iðkun hormónajóga vinnum við á fyrirbyggjandi hátt og beitum náttúrulegum aðferðum til að auka hormónaframleiðsluna. Við ráðumst að rótum vandans með því að örva líffærin til að framleiða eigin hormón sjálf. Sú örvun ásamt góðri hreyfingu og næringu verður m.a. til þess að kólesteról lækkar og almennt heilsufar batnar.
Comments