top of page
Search
Writer's pictureHormónajóga

Reynslusaga Rakelar - 13 kíló, það munar um minna

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajógakennari, hefur stundað hormónajóga reglulega í rúm tvö ár. Þegar hún byrjaði að æfa var hún komin vel inn í breytingaskeiðið og einkenni eins og hitakóf, óreglulegur svefn, mígreni, pirringur, tilfinningasveiflur, minnkuð kynhvöt og þurrkur í leggöngum farin að láta á sér kræla. Fyrsta breytingin sem hún fann og það fljótlega eftir að hún byrjaði að iðka var bættur svefn. Bættur svefn kom síðan af stað jákvæðum dómínóáhrifum og þau góðu áhrif plús regluleg ástundun hormónajóga gerðu lífið einfaldlega betra dag frá degi. Orkan jókst, kynhvötin kom aftur sem gerði sambandið við makann enn dásamlegra, mígrenið hvarf og þar með allar verkjatöflur og það að léttast varð allt í einu hægðarleikur. 13 kíló eru farin á þessum tveimur árum. Það er mikill léttir að missa þessi kíló en mest er þó um ert vert bætt heilsa, gott samband við maka og meiri lífsgæði.




58 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page