Í desember 2019 birtist viðtal við mig í Fréttablaðinu sem ég var að finna til að endurbirta á heimasíðunni minni. Flott viðtal en mikið brá mér þegar ég sá myndina af mér! Svona líta þá 13 kíló út! Í dag er ég laus við bjúginn, mígrenið, hitakófin, pirringinn - allt horfið út í veður og vind. Thomas minn hefur aldrei verið skemmtilegri og lífið bara allt bjartara og betra.
Þetta á ég allt hormónajóga að þakka en það gefur mér grunninn til að gera þær lífsstílsbreytingar sem mig langaði til að gera og þurfti að gera. Kílóin eru ekki allt en það er ósköp gott að þurfa ekki að burðast með þau. Bætt heilsa er það sem skiptir öllu máli. Regluleg ástundun hormónajóga getur gefið þér hana til baka.
Comments