top of page
Search

Frelsið er yndislegt!

Updated: Aug 26, 2023


Smá hugleiðingar frá mér um reglulega iðkun hormónajóga og hormónalyf.


Frelsið er yndislegt

Eitt af því sem regluleg iðkun hormónajóga gefur mér er frelsi. Ég upplifi þetta frelsi alveg eins og þegar ég var með börnin mín á brjósti. Besta tilfinningin. Ég þurfti ekkert að pæla, bara kippa peysunni upp og njóta, hvar sem var og hvenær sem var. Upplifun mín með hormónajógað er sú sama. Ég get gert það hvar sem er og hvenær sem er. Ég nýt þess að gera það og ég þarf ekkert að pæla. Ég er bara í lagi og ég veit að ég verð í lagi og það meira að segja í súpergóðu lagi þegar ég kem á elliheimilið.


Sjálfstraustið farið

Ástæðan fyrir því að ég fór að velta þessu fyrir mér og sjá þessa samlíkingu við frelsið við brjóstagjöfina er sú að það gerir mig alltaf svolítið dapra að fylgjast með umræðum um breytingaskeiðið á samfélagsmiðlum þegar kemur að hormónalyfjum. Hormónalyf, sem njóta aukinna vinsælda, og reyndar fjölmörg önnur lyf, virðast í mörgum tilvikum vera að taka af okkur alla stjórn. Við missum sjálfstraustið. Missum trúna á eigin líkama og eigin getu. Við verðum ofurseldar, ekki einkennunum, heldur lyfjunum.

Jólin hjá sumum

Öll orkan fer í að spá í hvort lyfin okkar séu til í þessu apóteki eða hinu, hvort þau virki í þessu landinu eða hinu, hvort við séum með nægar birgðir í fríinu, hvenær lyfin hætta að virka og hvaða lyf eigi að taka eftir það og hvort þessi líðan eða hin sé aukaverkun. Það eru jú aukaverkanir af flestum lyfjum og ekkert skrítið við það að við finnum fyrir einhverjum þeirra.

Það eru alltaf jólin hjá lyfjafyrirtækjunum.


Á elliheimilinu

Mér finnst ansi lítið talað um hvað ber að gera þegar tímabært er að hætta á lyfjunum vegna þess að breytingaskeiðið sé mögulega búið. Er það búið? Byrjar það kannski þegar maður hættir á lyfjunum? Höfum við þá nægilegt sjálfstraust til að hætta á þeim og mögulega finna fyrir einhverju? Eða þýðir þetta að við ætlum að taka hormónalyf það sem eftir er.

Talandi um jólin.


Ég veit fyrir víst að sumar konur sem komnar eru á elliheimili eru kannski ekki að taka nein önnur lyf en hormónalyf til að byrja ekki á breytingaskeiðinu. Viðð konur þurfum að spyrja okkur hvort við séum tilbúnar til að vera fastar í þessu hjóli óvissunnar til æviloka eða hvort við ætlum að geta lyft upp peysunni hvar og hvenær sem er.


Ég vil taka það fram að ég er per se ekki á móti hormónalyfjum. Sumar konur þurfa á þeim að halda, það er engin spurning, en við megum ekki missa trúna á okkur sjálfum, okkar eigin líkama og eigin getu.


Kærleikskveðja

Rakel24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page