top of page
Search

Engu að tapa, bara allt að vinna

Updated: Aug 31, 2023

Kollegar mínir í útlöndum, hormónajógakennarar, sem hafa verið lengur í bransanum en ég, birta stundum mjög svo áhugaverðar reynslusögur á sameiginlegum miðlum sem ég má deila með ykkur. Sögurnar eru að sjálfsögðu nafnlausar en vonandi hvetja þær einhverjar til dáða.

Reynslusaga 1

"Fyrir 5 árum fékk ég þá greiningu hjá lækni að ég væri á snemmbúnu breytingaskeiði. Ég var 33 ára. Eggjastokkarnir voru algerlega óvirkir og hormónabúskapurinn við frostmark. Ég var sett á hormónalyf. Mig hryllti við þeirri tilhugsun að ég ætti eftir að þurfa að taka þau það sem eftir er. Ég gat ekki orðið ófrísk, aldrei. Ég á fyrir 9 ára gaman son en okkur langaði til að eignast fleiri börn. Þetta voru því mikil vonbrigði en ég vildi ekki gefast ekki upp.


Ég ákvað að skoða allar mögulegar og ómögulegar leiðir til að takast á við þetta og í leit minni rakst ég á hormónajóga. Þetta vakti áhuga minn og ég skráði mig á byrjendanámskeið og lærði æfingaröðina. Strax í fyrsta tímanum ákvað ég að ég ætlaði að gefa þessu séns, enda engu að tapa, bara allt að vinna. Ég tók þetta föstum tökum strax í byrjun og æfði mig daglega og af krafti. Fyrsta markmiðið var að koma eggjastokkunum aftur í virkni. Eftir að hafa gert æfingarnar næstum daglega í sex mánuði byrjuðu blæðingarnar aftur og urðu strax reglulegar. Ég hélt áfram að gera æfingarnar.


Nú þegar ég skrifa þetta er ég í skýjunum því fyrir viku síðan eignaðist ég yndislega litla stúlku. Ég þakka það reglulegri ástundun hormónajóga. Hormónajóga hefur gefið mér heilsu mína til baka og þetta dásamlega kraftaverkabarn!


Við ykkur sem langar til að eignast barn vil ég segja: Gerið æfingarnar reglulega! Ekki gefast upp! Þetta tók okkur 4 ár. Kraftaverkið kom eftir þriggja ára iðkun og yndislega 9 mánaða meðgöngu og það var svo sannarlega biðarinnar virði."

43 views0 comments

Recent Posts

See All

תגובות


bottom of page