Þeirri spurningu verður svarað hér en skoðum fyrst hvað er Qigong?
Qigong eru yfir 5000 ára gamlar kínverskar orkuæfingar sem sameina hreyfingu, öndun og einbeitingu. Æfingarnar voru upphaflega þróaðar af kínverskum læknum og Qigong áhugamönnum og er hlutverk þeirra nú það sama og í upphafi, að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Æfingarnar hafa verið í stöðugri þróun og hafa þær borist um allan heim. Vinsældir þeirra í hinum vestræna heimi hafa aukist verulega á undanförnum árum og vestrænn hugsunarháttur er farinn að gera vart við sig í mörgum formanna.
Æfingaformin
Æfingarnar eða formin í Qigong skipta þúsundum. Þar skiptir tilgangurinn mestu máli. Hvað er það sem við viljum vinna með, styrkja og bæta og hvað viljum við mögulega hindra.
HEILLANDI LÓTUS (Radiant Lotus Qigong for Women)
Eitt þessara æfingaforma er HEILLANDI LÓTUS eftir kínversk-kanadíska Qigongkennarinn Daisy Lee. Formið er eingöngu fyrir konur og Yoga Natura stendur í vor (2022) fyrir fjögurra vikna námskeiðum í Ljósheimum, Borgartúni 3 og á Zoom. Kennari er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, jóga- og Qigongkennari.
Æfingarnar í HEILLANDI LÓTUS eru bæði upplífgandi og tignarlegar og þær draga úr spennu. Við iðkun þeirra þróar þú með þér tilfinningu fyrir flæðinu í hreyfingunum sem hefur slakandi áhrif og þar með áhrif á þitt daglega líf. Í æfingunum upplifir þú hvernig ró og tilfinningalegur stöðugleiki kemst á hið innra og hvernig æfingarnar auka líkamlegan styrk og mýkt. Um leið og þú róar tilfinningarnar og þjálfar hugann færir þú þig frá hugsunum sem draga úr þér orku yfir í uppbyggjandi hugsanir, næmni og styrk.
Yoga Natura býður upp á námskeið í bæði hormónajóga og Qigong HEILLANDI LÓTUS. Það er sterk tenging milli þessara tveggja æfingaforma því í hormónajóga notum við Qigong þegar við gerum orkuflæði til kirtla eða líffæra. Í hormónajóga eru frábendingar sem þýðir að það geta ekki allar konur gert hormónajóga. Það geta hins vegar allar konur gert Qigong. Þú þarft enga orku til að gera Qigong, þú bara tekur á móti orku og getur gert æfingarnar sitjandi ef það hentar betur. Qigong hentar því sérlega vel konum sem eru í kulnun eða finna fyrir orkuleysi almennt. Æfingarnar hafa jákvæð áhrif á hormónabúskapinn og draga úr einkennum breytingaskeiðsins en það er einmitt ástæðan fyrir því að kennum HEILLANDI LÓTUS samhliða hormónajóga.
コメント