top of page
Search

„Finndu þína leið!“

Writer's picture: HormónajógaHormónajóga

Updated: Aug 26, 2023


Elín (Ella) Gísladóttir hefur stundað hormónajóga reglulega í 20 mánuði. Allt frá því að hún hóf að stunda æfingarnar, með aðstoð bókarinnar um hormónajóga, höfum við fengið að fylgjast með iðkun hennar í gegnum reglulega pistla hér á vefnum og erum við afskaplega þakklátar fyrir það.

Nýjasti pistillinn, sem er sá fjórði í röðinni, birtist hér undir yfirskriftinni "Finndu þína leið" en Ella byrjaði á því að iðka með bókinni og sótti ekki námskeið í hormónajóga fyrr en mörgum mánuðum síðar.

Tenglar á fyrri pistla eru aðgengilegir hér neðst á síðunni.


En gefum Ellu orðið.


„Þegar ég hóf þessa vegferð, sem ég vil kalla svo, að stunda hormónajóga, í júlí 2020, hafði ég takmarkaðar væntingar til æfinganna. Eitt vissi ég þó; ég var lítið tilbúin í að byrja að taka einhverjar töflur og vera áskrifandi að þeim til æviloka, til þess að líða betur, ef hægt væri að komast hjá því. Kannski gera konur sér ekki grein fyrir því, að ef töflutöku er hætt, fara þær á breytingaskeiðið því að það er skeið sem yfirleitt er ekki hægt að sleppa við. Ég segi yfirleitt, einhver prósent kvenna sleppa við einkennin.


En þar sem ég var ekki jógakennari né með reynslu af jóga almennt hafði ég efasemdir um að ég myndi bæði læra þetta og endast í því líka. Svo hratt sé farið yfir sögu þá er ég núna, 20 mánuðum seinna, enn að iðka æfingarnar, tek engin lyf og líður svakalega vel á öllum sviðum. Það er ekki sjálfgefið!


En af hverju þá að bóka sig á námskeið? Jú, ég hafði keypt bókina í upphafi og notað hana til þess að fikra mig áfram. Ég lærði æfingarnar utan að, sem betur fer, því að ég týndi bókinni minni í desember 2020. Það var svo ekki fyrr en í febrúar sl. að ég keypti aðra bók. Í framhaldi af því ákvað ég að fara á námskeið til að athuga hvort ég væri að gera allt rétt. Það kom svo á daginn að eitt og annað mátti slípa til. Auðvitað er í líka lagi að gera æfingarnar eftir sínu höfði og það sannast best á mér sem finn ekki fyrir breytingaskeiðinu. Það dugar mér að gera æfingarnar 2x-3x í viku. Ef ég hins vegar veit að ég þarf á orku að halda fyrir daginn eða eitthvert verkefni, þá bæti ég við.


Það sem er mjög jákvætt við æfingarnar er að þetta er fyrir fram ákveðin röð sem fólk fylgir og þarfnast því ekki hugsunar eins og: „hvaða æfingu ætti ég að gera núna“? ef verið er að stunda annað jóga. Einnig er mjög mikill kostur við æfingarnar að þær innihalda jóga nidra, mjög mikið orkuflæði (hreinsun) og slökun auk góðra teygja. Þær þurfa ekki að taka lengri tíma en 30 mínútur og það er aukabónus að senda orku til andlits og hárs.


Ég mæli heilshugar með bókinni um hormónajóga og námskeiðunum hjá Rakel. Hún hefur einstakt lag á að leiða fólk áfram í æfingunum, gefur mikið af sér, er persónuleg og hlý og sér til þess að allir þátttakendur fái sem mest út úr hverjum tíma. Einnig er hún líka með annan fróðleik t.a.m. kennslu um öndun og slökun sem hún er dugleg að miðla til þátttakenda þannig að allir græða.


Namaste Elín Gísladóttir “


Eldri pistlar Ellu:


2. "Orkuskotið hormónajóga!" Birtist í maí 2021.

128 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page