top of page
Search

Hormónajóga - einkatímar fyrir þig!

Writer's picture: HormónajógaHormónajóga

Það var árið 2018 sem ég kynntist hormónajóga og Dinah Rodrigues, höfundi þess. Ég var þá 53 ára og mörg klassísk einkenni breytingaskeiðsins farin að gera vart við sig.



Árið 2018 var fátt í boði og upplýsingar um breytingaskeið kvenna af mjög skornum skammti. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting þar á og nýjar upplýsingar stöðugt að koma fram. Það er einlæg von mín að allar þessar langþráðu upplýsingar styðji konur í því að uppgötva hið innra hið svokallaða Second spring, þennan dýrmæta tíma breytinga og nýrrar orku.


Ég leitaði þarna árið 2018 að einhverju náttúrulegu og fannst ég hafa himin höndum tekið þegar ég kynntist Dinah Rodrigues, magnaðri brasilískri hugsjónakonu, nú 96 ára, og hormónajóganu hennar. Nú sex árum síðar þakka ég reglulegri iðkun þessarar mögnuðu 35 mínútna æfingaseríu það að ég gat nýtt breytingaskeiðsorkuna mína til góðs og látið drauma mína rætast.


Frá árinu 2019 hef ég haldið úti vinsælum námskeiðum í hormónajóga samkvæmt aðferðafræði Dinah Rodrigues fyrir konur í Ljósheimum í Reykjavík og á Zoom.


Sama ár þýddi ég og gaf út bókina um hormónajóga Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn en bókin hefur selst vel og reynst góður vegvísir inn í æfingarnar og ýmsan fróðleik um breytingaskeiðið.


Ég stefndi alltaf að því að kenna líka hormónajóga fyrir karla og hormónajóga fyrir sykursjúka, og þýða og gefa út bók um efnið, en það bíður betri tíma.


Hormónajóga er kraftaverkatæki! 


Reynsla mín og reynsla samkennara minna um allan heim sýnir að hormónajóga virkar og getur gert kraftaverk. Breytingaskeiðið verður leikur einn, frjósemi eykst, konur sem eygðu enga von eignast barn, karlar eignast nýtt og orkumeira líf og fólk með sykursýki nær betri tökum á sjúkdómnum.


Hormónajóga mun fylgja mér alla ævi en vegna anna á öðrum góðum stöðum þarf ég að fresta öllum hóptímum í hormónajóga um óákveðinn tíma. Ég mun hins vegar bjóða upp á einkatíma fyrir konur, karla, pör og sykursjúka og getur það hvort sem er verið í húsnæði á mínum vegum, heima hjá viðkomandi eða á Zoom. Tímarnir verða sniðnir að þörfum hvers og eins og fer fjöldi tíma eftir því hversu marga tíma viðkomandi telur sig þurfa.


Ef þú vilt fá upplýsingar um einkatímana þá getur þú haft samband við mig, Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, í síma 861-2706 eða sent mér póst á yoganatura@simnet.is.


34 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page