top of page
Search
Writer's pictureHormónajóga

Reynslusaga Gretu af hormónajóga fyrir sykursjúka

Updated: Aug 26, 2023

Greta Guðnadóttir, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur stundað hormónajóga fyrir sykursjúka í 9 mánuði og segir það orðið ómissandi hluta af hennar daglega lífi. Regluleg ástundun hormónajóga, ásamt góðu mataræði og heilbrigðum lífsstíl, hjálpar til við að halda sykrinum í jafnvægi og eykur lífsgæðin til muna.

Umsögn frá Gretu.

"Ég greindist með sykursýki eitt fyrir fjórum árum og hef síðan þá leitað allra leiða til að lifa sem heilbrigðustu lífi með þennan sjúkdóm sem kominn er til að vera. Ég var búin að ætla mér lengi að byrja í jóga þegar mér var bent á Rakel og hormónajóga sem hún kennir. Var þetta eins og himnasending sem kom á hárréttum tíma og hef ég síðan í október 2019 stundað hormónajóga fyrir sykursjúka 5-6 sinnum í viku. Ég finn mikinn mun á sykurjafnvæginu þegar ég læt líða tvo daga eða meira á milli án þess að gera jógarútínuna.

Hormónajóga er komið til að vera hjá mér og ég mæli heilshugar með því."


Hér á vefnum og á Facebókarsíðunni "Streitulosandi hormónajóga fyrir karla og sykursjúka" verður miðað upplýsingum um þessar æfingar en Yoga Natura ehf. útgefandi bókarinnar um hormónajóga, vinnur nú að útgáfu bókar um hormónajóga fyrir karla og sykursjúka. Bókin er væntanleg á næsta ári.

112 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page