Og hvað er Heillandi lótus!
Qigong eru rúmlega 4000 ára gamlar kínverskar orkuæfingar sem sameina hreyfingu, öndun og einbeitingu.
Æfingarnar voru upphaflega þróaðar af kínverskum læknum og Qigong áhugamönnum og er hlutverk þeirra nú það sama og í upphafi, að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Æfingarnar hafa verið í stöðugri þróun og hafa þær borist um allan heim. Vinsældir þeirra í hinum vestræna heimi hafa aukist verulega á undanförnum árum og vestrænn hugsunarháttur er farinn að gera vart við sig í mörgum formanna.
Æfingaformin
Æfingarnar eða formin í Qigong skipta eflaust þúsundum. Þar skiptir tilgangurinn mestu máli. Hvað er það sem við viljum vinna með, styrkja og bæta og hvað viljum við mögulega hindra.
HEILLANDI LÓTUS
Eitt þessara æfingaforma er HEILLANDI LÓTUS eða Radiant Lotus Qigong for Women eftir kínversk-kanadíska Qigongkennarann Daisy Lee.https://www.radiantlotusqigong.com/ Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, eigandi Yoga Natura, er með kennararéttindi til að kenna formið og eru námskeið sem haldin eru bæði í sal og á Zoom, auglýst reglulega.
Æfingarnar í HEILLANDI LÓTUS eru bæði upplífgandi, tignarlegar og skemmtilegar og það geta allar konur gert þær. Við iðkun HEILLANDI LÓTUS þróar þú með sér tilfinningu fyrir flæðinu í hreyfingunum sem hefur slakandi áhrif og þar með áhrif á daglegt líf þitt. Í æfingunum upplifir þú ró og tilfinningalegur stöðugleiki kemst á hið innra. Um leið og ró kemst á tilfinningarnar færir þjálfaður hugur þinn þig frá hugsunum sem draga úr þér orku yfir í uppbyggjandi hugsanir, næmni og styrk. Æfingarnar hjálpa líkamanum að heila sig sjálfur og þær auðvelda okkur að rækta með okkur kærleika í eigin garð, auk þess að byggja upp líkamlegan styrk, liðleika og auka jafnvægi.
Comments