top of page
Search

Estrógen hækkaði um 498%

Writer's picture: HormónajógaHormónajóga

Updated: Aug 26, 2023

Fjölmargar konur hafa fengið þá greiningu að þær séu á snemmbúnu breytingaskeiði. Þetta hljómar ekki vel, sérstaklega ekki í eyrum kvenna sem langar til að eignast barn eða fleiri börn. Oft eru þetta konur á þrítugs- og fertugsaldri.

Sagt er að snemmbúið breytingaskeið og óvirkir eggjastokkar (of snemma) séu helsta ástæða þess að framleiðsla kynhormóna dregst saman hjá konum áður en þær ná fertugsaldri. Einkennin sem þessu fylgja geta verið töluverð: Óreglulegar blæðingar, engar blæðingar, hitakóf, nætursviti, þurrkur í leggöngum, minnkuð kynhvöt, svefnleysi, þvagleki, skapgerðarbreytingar, tilfinningalegur óstöðugleiki og margt fleira. Öll eru þessi einkenni merki um ójafnvægi á hormónastarfseminni. Oft er það þannig að eina ráðið við þessu virðist vera að gefa hormónalyf.


En er það svo? Dæmin sýna að það er hægt að gera þetta öðruvísi.


Þegar kona hættir að hafa blæðingar er líkaminn mögulega að gefa skilaboð um að eitthvað sé ekki í lagi. Eitthvað er kannski of mikið fyrir hann. Hann er ekki tilbúinn í meira og ekki tilbúinn til að takast á við þungun. Ekki taka þessum skilaboðum illa. Reyndu heldur að taka þeim á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og byrjaðu að gera þær breytingar sem þú þarft að gera til að líkaminn upplifi þetta ekki sem of mikið. Þetta er hálfgert leynilögreglustarf sem þú þarft að taka að þér. Þú þarft að vilja taka starfið, þarft að vera tilbúin í það og þarft að standa með þínu vali.


Hormónajóga eftir Dinah Rodrigues er gott val. Að læra æfingaröðina og iðka síðan reglulega. Hormónajóga hjálpar þér að koma jafnvægi á hormónastarfsemina og endurvekja hormónabúskapinn og hefur margvísleg jákvæð áhrif þess utan. Hormónajóga gefur þér undirstöðuna og löngunina til að takast á við nýja starfið þitt, einkaspæjari. Svo allt í einu er eins og himnarnir opnist, þú sérð hlutina í nýju ljósi og það opnast á nýjar leiðir, leiðir sem áður voru hvergi í sjónmáli.


Líkaminn er gjöf. Hann er uppspretta upplýsinga um okkur sjálfar og okkur ber að hlusta á hann.


Úr bókinni Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn eftir Dinah Rodrigues, 11. kafli. Reynslusögur.


SNEMMBÚNU BREYTINGASKEIÐI SNÚIÐ VIÐ-

HÆKKUN Á MAGNI ESTRÓGENS OG MINNI EINKENNI


C.C. er 39 og 9 mánaða gömu kona á snemmbúnu breytingaskeiði, stressuð og ofvirk, haldin gremju og var óánægð með lífið og tilveruna. Of mikil líkamsþjálfun.

Byrjunarstaða: Magn estrógens: 13,2 pg/ml

Fékk hormónalyf, hafði blæðingar einu sinni en hormónabúskapurinn hélst áfram lágur. Fékk ekki blæðingar eftir það.

Einkenni:

  • Mjög svæsin hitakóf

  • Þurfti lyf við sterkum mígreniköstum

  • Þurrkur í slímhúð í leggöngum

  • Pirringur

Byrjar að stunda hormónajóga.


Æfingatímabilið: Æfir daglega (hættir að taka hormón)

Annar mánuður: Magn estrógens 79,0 pg/ml

Einkenni:

  • Blæðingar án þess að taka lyf

  • Minni þurrkur í slímhúð í leggöngum

  • Hitakóf sjaldgæfari

Þriðji mánuður: Var undir miklu álagi í vinnu í langan tíma. Gera má ráð fyrir að skaðleg áhrif streitu hafi orðið þess valdandi að magn estrógens féll að nýju í 13,6 pg/ml.


Hjá C.C. voru það helst tveir þættir sem virkuð skaðlegir á framleiðslu estrógens:

  • Of mikil líkamsþjálfun

  • Stressuð og gremjuhlaðin

Þrátt fyrir þetta náði C.C. mjög góðum árangri með því að stunda æfingarnar á hverjum degi.

  • Estrógen hækkaði um 498%

  • Mjög dró úr styrk einkenna

  • Blæðingar án lyfja










34 views0 comments

Recent Posts

See All

留言


bottom of page