top of page
Search

Mögnuð saga Sólveigar


Móðir og dóttir
Móðir og dóttir

Sólveig kom á byrjendanámskeið í hormónajóga í nóvember árið 2020, þá 33 ára. Hún hafði verið að reyna að eignast barn síðan haustið 2017 og datt í hug að prófa hormónajóga. Hún tók æfingarnar föstum tökum og gerði þær þrisvar til fimm sinnum í viku í sjö mánuði. Tók sér síðan pásu í einn mánuð og byrjaði svo aftur og komst þá að því að hún var orðin ófrísk. Níu mánuðum síðar eignaðist hún litla stúlku.


Jógabarnið

Sólveig þakkar það hormónajóganu að henni skyldist takast að verða ófrísk. Það að verða ófrísk var að sjálfsögðu aðalmálið en Sólveig segist hafa fengið svo margt annað út úr reglulegri iðkun. Nefnir hún þar sérstaklega minni streitu, betri grindarbotnsvöðva, liðleika og síðast en ekki síst vonina um að henni myndi einhvern tímann takast að verða ólétt.


Minni streita, meiri liðleiki og sterkari grindarbotnsvöðvar

Sólveig tók þátt í upprifjunarnámskeiði í hormónajóga síðasta laugardag á zoom til að koma sér aftur í gírinn.


Sólveig hefur þetta um námskeiðið að segja:


„Ég er búin að vera á leiðinni að koma hormónajóganu aftur í gang hjá mér eftir fæðingarorlofið. Mér fannst ég ekki alveg vera með æfingarnar á hreinu og mér gekk frekar hægt að rifja þær upp á eigin spýtur. Ég ákvað því að skrá mig á upprifjunarnámskeið og æfingarnar rifjuðust fljótt upp með aðstoð Rakelar. Loksins get ég farið að setja jógað aftur í rútínuna hjá mér og áunnið mér þannig minni streitu, meiri liðleika og sterkari grindarbotnsvöðva.


Svo er gott til þess að vita hormónajógaæfingarnar munu styðja vel við mig þegar kemur að breytingaskeiðinu.“42 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page