Hormónajógameðferð fyrir konur er heildræn tækni sem hefur það að markmiði að endurvekja framleiðslu kvenhormóna í eggjastokkunum, skjaldkirtlinum, heiladinglinum og nýrnahettunum með endurnærandi æfingum.
Hormónajógameðferðin (hormónajóga) vinnur með líkamann í heild sinni og virkar þannig á mismunandi sviðum:
Virknin á líkamlega sviðinu:
● Styrkir vöðva.
● Leiðréttir líkamsstöðu.
● Eykur liðleika og frelsi í hreyfingum.
● Er vaxtarmótandi.
● Styrkir beinin.
Virknin á lífeðlisfræðilega sviðinu:
● Endurvirkjar framleiðslu hormóna.
● Dregur úr styrk einkenna sem tengjast breytingaskeiðinu.
● Er fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum sem minnkandi hormónabúskapur veldur.
Virknin á andlega sviðinu:
● Dregur úr streitu, þunglyndi, svefnleysi og öðrum algengum vandamálum sem tengjast tíðahvörfum.
Virknin á orkusviðinu:
● Virkjar orkustöðvarnar (chakra).
● Auðveldar inntöku og dreifingu lífsorkunnar (prana).
● Blæs nýju lífi í líffæri sem ábyrg eru fyrir framleiðslu hormóna.
Коментарі