top of page
Search
Writer's pictureHormónajóga

Reynslusaga Önnu af vanvirkum skjaldkirtli

Updated: Aug 26, 2023

Anna Sigurbjörg Gilsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði og jógakennari deilir hér reynslu sinni.


"Ég kynntist hormónajóga hjá Rakel fyrir rúmum tveimur árum, nánar tiltekið í maí 2018. Rakel var þá nýkomin frá Þýskalandi eftir að hafa numið þessi fræði hjá höfundinum sjálfum Dinah Rodrigues frá Brasilíu. Hugmyndafræðin vakti strax áhuga minn þar sem ég er jógakennari sjálf og ekki síður vegna þess að ég starfa í heilbrigðisgeiranum. Ég fékk innsýn í æfingarnar og tæknina hjá Rakel og studdist síðan við bókina um Hormónajóga og var fljót að tileinka mér æfingarnar.


Áður en ég byrjaði að gera æfingarnar var ég að taka lyf vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Ég sá fljótlega að regluleg ástundun þessara æfinga gæti mögulega gert mér kleift að hætta á lyfjunum. Sem ég og gerði í maí 2019 í samráði við eiginmann minn sem er læknir. Nú rúmu ári síðar eru mælingarnar betri en við þorðum að vona og líðanin mjög góð. Við hjónin erum alsæl með þennan framgang og fylgjumst vandlega með framvindunni. Ég veit að þetta á ég hormónajóganu að þakka og veit að það er komið til að vera hjá mér og er orðið hluti af mínum lífsstíl. Takk Dinah Rodrigues fyrir að gefa okkur þessar frábæru æfingar.

Anna og eiginmaður hennar, Valþór Stefánsson, læknir á Siglufirði, eru heilbrigðið uppmálað og frábærir dansarar. Í covid slógu þau í gegn þegar þau dönsuðu 2 metra covid dansinn en mynd af þeim birtist í fjölmiðlum sem lífgaði heldur betur upp á tilveru margra í miðju kófi. Það verður gaman að fylgjast með Önnu, sem er dyggilega studd af Valþóri, í þessum jákvæðu tilraunum þeirra en reynslan sýnir að regluleg ástundun hormónajóga getur komið jafnvægi á vanvirkan skjaldkirtil og er Anna gott dæmi um það.“





231 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page