Hormónajóga og Qigong
Hormónajóga
Hormónajóga er ákveðið meðferðarform til að koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans og endurvekja hann. Hormónajóga er þrenns konar: Fyrir konur, fyrir karla og fyrir sykursjúka. Um er að ræða ákveðna æfingaröð sem samanstendur af jógastöðum (asanas), öndunaræfingum (pranayama), jóga nidra og tíbetskri orkutækni (Qigong). Í hormónajóga eru ákveðnar frábendingar. Þeim sem ekki geta stundað hormónajóga er bent á Qigong.
Höfundur hormónajóga er Dinah Rodrigues. Kennari á Íslandi er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, jóga- og Qigongkennari
Útgefandi bókar um hormónajóga er Yoga Natura ehf.
Qigong
Qigong eru kínverskar orkuæfingar sem sameina hreyfingu, öndun og einbeitingu. Æfingaformin skipta þúsundum. Eitt þessara forma er
HEILLANDI LÓTUS - Radiant Lotus Qigong for women eftir Daisy Lee en þetta form er fyrir konur eingöngu.
Það geta allir gert Qigong.
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, heilsunuddari, hormónajóga- og Qigongkennari
Rakel er í grunninn hótelrekstrar- og viðskiptafræðingur en sölsaði yfir í heilsugeirann um það leyti sem breytingaskeiðið bankaði á dyrnar og stofnaði sitt eigið fyrirtæki Yoga Natura ehf.
Rakel lauk 200 stunda jógakennaranámi og síðan framhaldsnámi í hormónajóga í Þýskalandi árið 2018. Árið 2019 þýddi hún og gaf út bók sem ber titilinn Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn og styður við iðkun kvenna í hormónajóga. Árið 2020 hóf hún að kynna sér kínversku hugleiðsluæfingarnar Qigong og kennir nú sérstakar Qigong æfingar fyrir konur og Qigong æfingar fyrir sjúklinga með MS sjúkdóminn og Parkinson's í MS setrinu.
Í maí árið 2024 útskrifaðist Rakel sem heilsunuddari af heilbrigðisbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla og rekur nú nuddstofu í Garðabæ samhliða námskeiðahaldi og kennslu í Qigong og einkatímum í hormónajóga fyrir konur, karla, pör og sykursjúka.
Nánar um feril Rakelar í heilsugeiranum
Árið 2018 útskrifaðist Rakel sem viðurkenndur hormónajógakennari í Þýskalandi en hún nam fræðin hjá höfundi hormónajóga, Dinah Rodrigues, sem búsett er í Brasilíu. Rakel er eini kennarinn á Íslandi sem hefur öðlast þessi réttindi. Hormónajóga er þrennskonar: Hormónajóga fyrir konur, streitulosandi hormónajóga fyrir karla og hormónajóga fyrir sykursjúka (þar sem áherslan er á lifur og bris). Kennslan er í formi einkatíma.
Rakel er einnig með kennararéttindi til að kenna Hathajóga (á grunni Iyengar) frá Open Sky Yoga í Bandaríkjunum og réttindi til að kenna Yin Yoga frá Yoga Academy International í Kanada.
Rakel kenndi Qigong í heilsumiðstöðinni Tveimur heimum árin 2020 og 2021 undir leiðsögn Þórdísar Filipsdóttur, Qigongkennara og þerapista og Filip Woolford, Tai chi og Qigongkennara. Samhliða sérhæfði hún sig í sérstöku Qigong æfingaformi fyrir konur sem kallast Radiant Lotus Women's Qigong og er eftir mikilsvirtan kínversk-kanadískan Qigongkennara, Daisy Lee. Rakel fékk kennararéttindi í þessu formi árið 2024. Rakel hefur einnig lagt stund á Gunnarsæfingarnar svokölluðu hjá Þorvaldi Inga Jónssyni og lokið grunnþjálfun fyrir leiðara í æfingunum.