top of page
Forsíða 1.jpg

Hormónajóga og Qigong

Hormónajóga

Hormónajóga er ákveðið meðferðarform til að koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans og endurvekja hann. Hormónajóga er þrenns konar: Fyrir konur, fyrir karla og fyrir sykursjúka. Um er að ræða ákveðna æfingaröð sem samanstendur af jógastöðum (asanas), öndunaræfingum (pranayama), jóga nidra og tíbetskri orkutækni (Qigong).​ Í hormónajóga eru ákveðnar frábendingar. Þeim sem ekki geta stundað hormónajóga er bent á Qigong.

Höfundur hormónajóga er Dinah Rodrigues. Kennari á Íslandi er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, jóga- og Qigongkennari

Útgefandi bókar um hormónajóga er Yoga Natura ehf.

Qigong

Qigong eru kínverskar orkuæfingar sem sameina hreyfingu, öndun og einbeitingu. Æfingaformin skipta þúsundum. Eitt þessara forma er 

HEILLANDI LÓTUS - Radiant Lotus Qigong for women eftir Daisy Lee en þetta form er fyrir konur eingöngu.


Það geta allir gert Qigong.

Rakel Qigong strá.JPG

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajóga- og Qigongkennari

Rakel er viðurkenndur hormónajógakennari en hún nam fræðin hjá höfundi hormónajóga, Dinah Rodrigues, í Þýskalandi vorið 2018 og er eini kennarinn á Íslandi sem hefur öðlast þessi réttindi. Hormónajóga er þrennskonar: Hormónajóga fyrir konur, streitulosandi hormónajóga fyrir karla og hormónajóga fyrir sykursjúka.

Rakel er einnig með kennararéttindi til að kenna Hathajóga (á grunni Iyengar) frá Open Sky Yoga í Bandaríkjunum og réttindi til að kenna Yin Yoga frá Yoga Academy International í Kanada.

​​​

Rakel kenndi Qigong í heilsumiðstöðinni Tveimur heimum 2020 - 2021 undir leiðsögn Þórdísar Filipsdóttur, Qigongkennara og þerapista og Filip Woolford, Tai chi og Qigongkennara. Samhliða sérhæfði hún sig í sérstöku Qigong æfingaformi sem er ætlað konum og kallast HEILLANDI LÓTUS - Radiant Lotus Qigong for women eftir mikilsvirtan kínversk-kanadískan Qigongkennara Daisy Lee. Rakel hefur einnig lagt stund á Gunnarsæfingarnar svokölluðu hjá Þorvaldi Inga Jónssyni og lokið grunnþjálfun fyrir leiðara í æfingunum. 

 

Rakel er framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Yoga Natura ehf. Bók Dinah Rodrigues um hormónajóga fyrir konur, Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn, í þýðingu Rakelar, kom út á vegum útgáfunnar í maí 2019. Rakel vinnur nú að þýðingu á bókum Dinah Rodrigues um streitulosandi hormónajóga fyrir karla og hormónajóga fyrir sykursjúka samhliða því sem hún er í námi í heilsunuddi.

NámskeiðVor
2023

Hormónajóga

Byrjendanámskeið fyrir konur!

Upprifjunarnámskeið!

Byrjendanámskeið í hormónajóga fyrir konur!

Kennt er tvisvar í viku í 4 vikur, á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00 - 18:00.

Námskeiðið er eingöngu online á Zoom. Allir tímar eru teknir upp og

hægt að taka þá hvenær sem er á meðan á námskeiðinu stendur og eins oft og maður vill.

Námskeið á vorönn verða sem hér segir:

9. janúar - 2. febrúar 2023.

6. febrúar - 2. mars 2023.

20% snemmskráningarafsláttur fram til 5. janúar 2023.

Verð: 19.200.

Upprifjunarnámskeið! Ætlað konum sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða verið að iðka sjálfar með bókinni um hormónajóga.

Morguntímar tvisvar í viku í 3 vikur, á mánudögum og fimmtudögum kl. 07:30 - 08:00. Námskeiðið er eingöngu online á Zoom. Allir tímar eru teknir upp og

hægt að taka þá hvenær sem er á meðan á námskeiðinu stendur og eins oft og maður vill.

Námskeið á vorönn verða sem hér segir:

9. janúar - 26. janúar 2023.

30. janúar - 16. febrúar 

20% snemmskráningarafsláttur fram til 5. janúar 2023.

Verð: 14.400. 

Kennari er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajóga- og Qigongkennari

Tímapantanir í síma 861-2706 eða á netfangið yoganatura@simnet.is.

Rakel Qigong strönd 3.JPG

Fylgstu með á Facebook og Instagram

  • Facebook
  • Instagram

Námskeið Vor
2023

Qigong

 

Námskeiðið er eingöngu kennt online á Zoom og stendur í sjö vikur frá 16. janúar - 2. mars.

Kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:15 - 18:45 en tímarnir eru teknir upp svo hægt er að horfa á þá hvenær sem er og eins oft og maður vill á meðan á námskeiðinu stendur.

Verð:17.900

20% early bird afsláttur fram til 30. desember 2022. 

Kennari er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajóga- og Qigongkennari

Tímapantanir í síma 861-2706 eða á netfangið yoganatura@simnet.is.

QIGONG námskeið fyrir konur

Rakel á Stokksnesi.JPG

Hafðu samband

GSM: 861-2706

Takk fyrir!

bottom of page