top of page

QIGONG MEÐ RAKEL

Hvað er Qigong?

Qigong eru tæplega 5000 ára gamlar kínverskar orkuæfingar sem sameina hreyfingu, öndun og einbeitingu. Æfingarnar voru upphaflega þróaðar af kínverskum læknum og Qigong áhugamönnum og er hlutverk þeirra nú það sama og í upphafi, að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Æfingarnar  hafa verið í stöðugri þróun og hafa þær borist um allan heim. Vinsældir þeirra í hinum vestræna heimi hafa aukist verulega á undanförnum árum og vestrænn hugsunarháttur er farinn að gera vart við sig í mörgum formanna.  

Æfingaformin

Æfingarnar eða formin í Qigong eru fjölmörg. Þar skiptir tilgangurinn mestu máli. Hvað er það sem við viljum vinna með, styrkja og bæta og hvað viljum við mögulega hindra. 

Í æfingunum er lögð áhersla á að efla orkuhringrás líkamans ( Qi circulation) og brautir orkunnar sem  samkvæmt kínverskri læknisfræði liggja um líkamann.​ Æfingarnar eru samspil mjúkra hreyfinga, agaðrar hugsunar og agaðrar öndunar. Allt helst í hendur og æfingarnar leita hins týnda jafnvægis, hvort sem það snertir huga eða líkama.

Fyrir hvern er Qigong?

Það geta allir gert Qigong og margar æfingar er hægt að gera sitjandi, Markmiðið er að samhæfing náist á milli hugar og líkama. Því meiri samhæfing því meiri líkur á jafnvægi. Orkan fer þangað sem hugurinn fer og því fylgir hugurinn æfingunni sem hefur heilandi eða læknandi tilgang.

Umsagnir um Qigong

Qigong hefur verið kennt á Íslandi í fjölda ára og margir stunda það reglulega

Fyllir mann orku - Sigurbjörg Daníelsdóttir

"Qigong er algjörlega dásamleg hreyfing, fyllir mann orku með mjúkum og rólegum hreyfingum.  Mæli eindregið með þessu námskeiði og frábærum kennara"

Best uppi á fjalli - Helga Kristín Einarsdóttir

Ég mæli algjörlega með því að stunda Qigong fyrir konur hjá Rakel Fleckenstein Björnsdóttir í Tveimur heimum  vegna þess hve mikið það hefur bætt líkamlega og andlega heilsu mína til mikilla muna og hjálpað mér að takast á við krefjandi verkefni og aðstæður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Qigong fyrir konur hjá Rakel samhliða hormónajóganu og mér hefur sjaldan liðið betur.
Allar konur geta stundað Qigong hvar sem er og hvenær sem er. Mér þykir best að stunda Qigong æfingarnar úti undir beru lofti helst upp í fjalli. Þá er ég nær náttúrunni og sjálfri mér.

Og eftir nokkurra mánaða iðkun:

Ég mæli hiklaust með Qigong námskeiðinu hjá Rakel Fleckenstein Björnsdóttir. Aðalástæðan er sú að við það að stunda Qigong reglulega hef ég lært aðferðir sem ég get gripið til í dagsins önn og áreiti við að halda andlegu jafnvægi og að takast á við erfiðar ákvarðanir í erfiðum aðstæðum. Ég hef einnig tekið eftir því að því oftar sem ég stunda Qigong því auðveldara á ég með að nýta mér Qigong hvar sem er og hvenær sem er. 

bottom of page