top of page
Hormónajóga: List
_DSC6538-1024px.jpg
  • Facebook
  • Instagram

Hormónajóga 

fyrir konur, karla og sykursjúka

Hvað er hormónajóga?

Hormónajóga er ákveðin æfingaröð sem tekur 35 mínútur að gera og samanstendur af jógastöðum (asanas), öndunaræfingum (pranayama), jóga nidra og tíbetskri orkutækni (Qigong).​

Höfundur hormónajóga er Dinah Rodrigues

Kennari á Íslandi er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, jóga og Qigongkennari

Útgefandi bóka um hormónajóga er Yoga Natura ehf.

Fyrir hvern er hormónajóga?

Hormónajóga fyrir konur: 

Er himnasending til kvenna 35+ sem stríða við ójafnvægi á hormónastarfseminni, hvort sem er vegna tíðahvarfa (einnig snemmbúið breytingaskeið eða ótímabært) eða af öðrum orsökum. Regluleg ástundun dregur úr eða kemur í veg fyrir fjölmörg einkenni breytingaskeiðsins s.s. hitakóf, skapsveiflur, pirring, höfuðverk, þurrk í leggöngum, minni kynhvöt....listinn er lengri en okkur grunar. Hormónajóga hefur einnig reynst vel til að koma jafnvægi á óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, PCOS (fjölblöðruheilkenni), fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga. Hormónajógabörn finnast um allan heim.

Hormónajóga fyrir karla: 

Fyrir karlmenn á öllum aldri og engrar reynslu af jóga krafist. Regluleg iðkun þessara einföldu en áhrifaríku æfinga dregur úr streitu, kemur í veg fyrir einkenni sem stafa af lágu hlutfalli testósteróns, kemur jafnvægi á hormónakerfið, kemur í veg fyrir vandamál tengd blöðruhálskirtli og lágþrýstingi í tengslum við vanvirkan skjaldkirtil. Æfingarnar auka kynhvöt og frjósemi og draga úr eða koma í veg fyrir mígreni, kvíða, þunglyndi o.s.frv. Ekki eru sérstök námskeið í boði fyrir karla sem stendur en hægt er að panta einkatíma/paratíma.

Pantanir á yoganatura@simnet.is. Bók um hormónajóga fyrir karla er væntanleg í ársbyrjun 2022.

Hormónajóga fyrir sykursjúka - allir geta iðkað það!

Regluleg iðkun lækkar blóðsykurinn, örvar brisið, miltað, lifrina, nýrnahetturnar, skjaldkirtilinn og kynkirtlana (eggjastokkana/eistun), dregur úr streitu og eykur kynhvöt.

Ekki eru í boði sérstök námskeið sem stendur en hægt er að panta einkatíma/paratíma.

Pantanir á yoganatura@simnet.is. Bók um hormónajóga fyrir sykursjúka er væntanleg í ársbyrjun 2022.

Umsagnir um hormónajóga

Íslenskar konur eru að ná frábærum árangri með reglulegri iðkun hormónajóga

Fleiri umsagnir er að finna undir Blogg og greinar

Ég vel hormónajóga Sigurborg Kr. Hannesdóttir

Ég er 59 ára og að mestu búin að fara í gegnum breytingaskeiðið. Í febrúar 2019 þurfti að fjarlægja leg og eggjastokka og í framhaldi af því var ég mjög orkulaus og var alveg að örmagnast. Ég gerði hormónajógasyrpuna í um tvo mánuði á morgnana, flesta daga og fann algjöran viðsnúning. Ekki bara þann daginn sem ég geri syrpuna, heldur átti ég stigvaxandi orku og varð glaðari með lífið. Er glöð og þakklát fyrir að geta frekar notað jóga en hormónalyf.

Vanvirkur skjaldkirtill - Anna Gilsdóttir

"Ég kynntist hormónajóga hjá Rakel fyrir rúmum tveimur árum, nánar tiltekið í maí 2018. Rakel var þá nýkomin frá Þýskalandi eftir að hafa numið þessi fræði hjá höfundinum sjálfum Dinah Rodrigues frá Brasilíu. Hugmyndafræðin vakti strax áhuga minn þar sem ég er jógakennari sjálf og ekki síður vegna þess að ég starfa í heilbrigðisgeiranum. Ég fékk innsýn í æfingarnar og tæknina hjá Rakel og studdist síðan við bókina um Hormónajóga og var fljót að tileinka mér æfingarnar.
Áður en ég byrjaði að gera æfingarnar var ég að taka lyf vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Ég sá fljótlega að regluleg ástundun þessara æfinga gæti mögulega gert mér kleift að hætta á lyfjunum. Sem ég og gerði í maí 2019 í samráði við eiginmann minn sem er læknir. Nú rúmu ári síðar eru mælingarnar betri en við þorðum að vona og líðanin mjög góð. Við hjónin erum alsæl með þennan framgang og fylgjumst vandlega með framvindunni. Ég veit að þetta á ég hormónajóganu að þakka og veit að það er komið til að vera hjá mér og er orðið hluti af mínum lífsstíl. Takk Dinah Rodrigues fyrir að gefa okkur þessar frábæru æfingar.

Ekki amalegt að verða eins og Dinah - NN

Ég setti mér það markmið að læra æfingarnar í covid með því að kaupa aðgang að vefnum hennar Dinah https://www.dinahrodrigues.com.br/ og hafði bókina þína til stuðnings. Þetta tók smá tíma en svo allt í einu síaðist rútínan inn og nú geri ég æfingarnar næstum daglega og kann prógrammið utan að. Æfingarnar gefa mér orku og það er alltaf notalegt að kyrra hugann á jógadýnunni. Best finnst mér að gera þær úti á palli eða í náttúrunni þegar sólin skín. Ég er Rakel þakklát fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessu jógaprógrammi og hver veit nema það haldi manni hressum fram yfir nírætt eins og Dinah sem er í ótrúlegu formi.

Bókin um hormónajóga

Hormónajóga - leið til að endurvekja líkama þinn

Þetta er bók fyrir konur sem finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins og ákveða að taka stjórn á eigin lífi. Einkenni eins og hitakóf, þreyta, svefntruflanir, mígreni og minni löngun til kynlífs eru allt mögulegir fylgifiskar breytingaskeiðsins sem búast má við að geri vart við sig á miðjum fimmtugsaldri - stundum fyrr. Hér sýnir Dinah Rodrigues fram á að með einföldum, mjúkum jógaæfingum og ákveðinni öndunar- og orkutækni er hægt að örva framleiðslu hormóna í líkamanum og draga þannig úr eða koma í veg fyrir margvísleg óþægindi á breytingaskeiðinu. Æfingaröðin hefur einnig reynst þeim konum vel sem stríða við ófrjósemi.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajóga- og hathajógakennari er þýðandi bókarinnar. Hún nam fræði sín hjá Dinah Rodrigues og kennir nú hormónajóga á Íslandi. 

Útgefandi: Yoga Natura ehf.

Bókin fæst í öllum verslunum Pennans, hjá Forlaginu, Fiskislóð, í Heimkaupum, hjá Systrasamlaginu, í Ljósheimum, hjá Betra lífi í Kringlunni og hjá Tadasana á Siglufirði.

Contact
bottom of page