5 vikna námskeið fyrir byrjendur í hormónajóga
þri., 08. sep.
|Jógasalur Ljósheima
Hjálpar þér á náttúrulegan hátt að takast á við ójafnvægi á hormónastarfseminni s.s. óreglulegar blæðingar, fyrirtíðaspennu, ófrjósemi, PCOS, breytingaskeiðið eða snemmbúið breytingaskeið.


Tími & staður
08. sep. 2020, 16:30 – 18:00
Jógasalur Ljósheima, Borgartún 3, 105 Reykjavík, Iceland
Guests
Um viðburðinn
Fyrsta námskeið haustsins í hormónajóga fyrir konur hefst þriðjudaginn 8. september og lýkur 6. október. Kennt er á þriðjudögum kl. 16:30 - 18:00 í Ljósheimum, Borgartúni 3. Á þessu námskeiði lærir þú alla æfingaröð Dinah Rodrigues í hormónajóga fyrir konur og verður að því loknu sjálfbær með æfingarnar með aðstoð bókarinnar Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn. Bókin fæst í bókaverslunum, hjá Systrasamlaginu og í Ljósheimum.
Allar frekari upplýsingar veitir Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajógakennari, í síma 861-2706. En hvað er hormónajóga? Hormónajóga er himnasending til kvenna 35+ sem stríða við ójafnvægi á hormónastarfseminni, hvort sem er vegna tíðahvarfa (einnig snemmbúið breytingaskeið eða ótímabært) eða af öðrum orsökum. Okkar helsta markmið í hormónajóga er að viðhalda og endurvekja framleiðslu hormóna í eggjastokkum á náttúrulegan hátt. Regluleg ástundun hormónajóga dregur úr eða kemur í veg fyrir fjölmörg einkenni breytingaskeiðsins s.s. hitakóf, skapsveiflur, pirring, höfuðverk, þurrk í leggöngum, minni…