þri., 08. sep.
|Jógasalur Ljósheima
5 vikna námskeið fyrir byrjendur í hormónajóga
Hjálpar þér á náttúrulegan hátt að takast á við ójafnvægi á hormónastarfseminni s.s. óreglulegar blæðingar, fyrirtíðaspennu, ófrjósemi, PCOS, breytingaskeiðið eða snemmbúið breytingaskeið.
Tími & staður
08. sep. 2020, 16:30 – 18:00
Jógasalur Ljósheima, Borgartún 3, 105 Reykjavík, Iceland
Guests
Um viðburðinn
Fyrsta námskeið haustsins í hormónajóga fyrir konur hefst þriðjudaginn 8. september og lýkur 6. október. Kennt er á þriðjudögum kl. 16:30 - 18:00 í Ljósheimum, Borgartúni 3. Á þessu námskeiði lærir þú alla æfingaröð Dinah Rodrigues í hormónajóga fyrir konur og verður að því loknu sjálfbær með æfingarnar með aðstoð bókarinnar Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn. Bókin fæst í bókaverslunum, hjá Systrasamlaginu og í Ljósheimum.
Allar frekari upplýsingar veitir Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajógakennari, í síma 861-2706. En hvað er hormónajóga? Hormónajóga er himnasending til kvenna 35+ sem stríða við ójafnvægi á hormónastarfseminni, hvort sem er vegna tíðahvarfa (einnig snemmbúið breytingaskeið eða ótímabært) eða af öðrum orsökum. Okkar helsta markmið í hormónajóga er að viðhalda og endurvekja framleiðslu hormóna í eggjastokkum á náttúrulegan hátt. Regluleg ástundun hormónajóga dregur úr eða kemur í veg fyrir fjölmörg einkenni breytingaskeiðsins s.s. hitakóf, skapsveiflur, pirring, höfuðverk, þurrk í leggöngum, minni kynhvöt....listinn er lengri en okkur grunar. Hormónajóga hefur einnig reynst vel til að koma jafnvægi á óreglulegar blæðingar, engar eða of miklar blæðingar, sársaukafullar blæðingar, vægt legslímuflakk, fjölblöðruheilkenni, fyrirtíðaspennu og húðvandamál svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum konum tekist að verða barnshafandi með aðstoð hormónajóga. Það er því til mikils að vinna.