Helgarnámskeið í hormónajóga fyrir konur (byrjendanámskeið) 15. og 16. maí 2021
lau., 15. maí
|Hormónajóganámskeið í Tveimur heimum
Vilt þú læra allar æfingarnar á einni helgi og vera sjálfbær eftir það?
Tími & staður
15. maí 2021, 10:00
Hormónajóganámskeið í Tveimur heimum, Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Helgarnámskeið í hormónajóga sem hentar vel fyrir byrjendur og sem upprifjun fyrir þær sem hafa verið á námskeiði áður. Einnig þær sem hafa iðkað sjálfar með aðstoð bókarinnar um hormónajóga. Engrar jógareynslu er krafist.
Kennt verður laugardag frá kl. 10 - 15 og sunnudag frá kl. 11 - 14, samtals 9 tímar. Kennt verður bæði í sal (ef sóttvarnarreglur heimila) og á Zoom.
Skráning á yoganatura@simnet.is.
Verð 29.500. Flest stéttarfélög styðja heilsueflingu.
Kennari: Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajógakennari og qigongkennari.
Fyrir hverjar er hormónajóga?
Hormónajóga er fyrir konur á öllum aldri sem eiga við hormónatengd vandamál að stríða s.s. ófrjósemi, óreglulegar blæðingar, PCOS og fyrirtíðaspennu eða eru á snemmbúnu breytingaskeiði.
Hormónajóga er fyrir allar konur 35+ sem ákveða að taka stjórn á eigin lífi og mæta því breytingatímabili sem framundan er (tíðahvörfin með tilheyrandi einkennum) með jákvæðu hugarfari og af öryggi.
Hormónajóga er fyrir konur á breytingaskeiði en regluleg ástundun dregur á náttúrulegan hátt úr hættu á sjúkdómum sem eru tilkomnir vegna minnkandi hormónabúskapar eins og beinþynningu, kólesteról- og hjarta- og æðasjúkdómum.
Hormónajóga er fyrir konur á breytingaskeiði en regluleg ástundun dregur á náttúrulegan hátt úr eða kemur í veg fyrir hvimleið einkenni tímabilsins eins og hitakóf, svefntruflanir, minni kynhvöt, hjartsláttartruflanir, pirring og hárlos. Listinn yfir möguleg einkenni er langur.
Hormónajóga er fyrir konur sem telja sig vera komnar yfir breytingaskeiðið en langar einfaldlega í skemmtilegar og orkugefandi jógaæfingar.
Í kennslunni er stuðst við bókina Hormónajóga – leið til að endurvekja hormónabúskap þinn eftir Dinah Rodrigues í þýðingu Rakelar, hormónajógakennara, en bókin fæst í öllum verslunum Pennans, hjá Forlaginu, Heimkaupum, Systrasamlaginu, Betra lífi, Bókakaffi á Selfossi og Tadasana á Siglufirði.
Á námskeiðinu lærir þú allar stöðurnar (asanas) í hormónajóga, öndunaræfingarnar (pranayama) og orkutæknina (tíbetsk orkutækni) en hormónajógameðferðin samanstendur af þessu þrennu. Auk þess verða kenndar æfingar til að draga úr streitu og þátttakendum veitt innsýn í Qigongæfingar fyrir konur. Eftir helgina verða þátttakendur sjálfbærar með æfingarnar með aðstoð bókarinnar og geta gert æfingarnar heima.
Sjá www.hormonajoga.is og á Facebook.
See Less