top of page

mán., 06. sep.

|

Zoom

Hormónajóga - Upprifjun!

Á þessu námskeiði rifjum við upp æfingaröðina í hormónajóga, festum hana í minninu til framtíðar, gerum aukaæfingarnar og lærum nærandi Qigong æfingar og yin yoga æfingaröð fyrir hormónabúskapinn.

Tickets Are Not on Sale
See other events
Hormónajóga - Upprifjun!
Hormónajóga - Upprifjun!

Tími & staður

06. sep. 2021, 17:30 – 23. sep. 2021, 07:00

Zoom

Um viðburðinn

Upprifjunarnámskeið í hormónajóga fyrir konur og á Zoom. Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra sem hafa verið á byrjendanámskeiði eða hafa iðkað sjálfar með aðstoð bókarinnar um hormónajóga.

Námskeiðið hefst 6. september og stendur í 21 dag, en það er tíminn sem það tekur okkur að koma æfingaröðinni upp í rútínu.

Kennt er fjórum sinnum í viku, 2 seinnipartstímar (mán og mið 17:30) og 2 morguntímar (þri og fim 07:00). Tímarnir eru allir teknir upp og aðgengilegir í 3 daga.

Innifalið er einn einkatími og lokaður Facebókarhópur.

Kennari er Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, jóga- og Qigongkennari

Á námskeiðinu rifjum við upp æfingaröðina í hormónajóga og festum hana vel á minnið. Gerum streitulosandi æfingarnar og allar aukaæfingarnar. Rúsínurnar í pylsuendanum eru svo nærandi Qigong æfingar fyrir hormónabúskapinn og yin yoga æfingaröð.

Verð: 28.000

Flest stéttarfélög styðja heilsueflingu

Skráning á www.hormonajoga eða yoganatura@simnet.is.

Nánari upplýsingar veitir Rakel hormónajógakennari í síma 861-2706.

Deila viðburði

bottom of page