Hormónajógahelgi í Ljósheimum
lau., 22. ágú.
|Jógasalur Ljósheima
Viltu læra æfingaröðina sem léttir þér lífið á einni helgi?


Tími & staður
22. ágú. 2020, 13:00 – 23. ágú. 2020, 16:00
Jógasalur Ljósheima, Borgartún 3, 105 Reykjavík, Iceland
Guests
Um viðburðinn
Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur og sem upprifjun fyrir þær sem hafa verið á námskeiði áður. Einnig þær sem hafa iðkað sjálfar með aðstoð bókarinnar um hormónajóga. Engrar jógareynslu er krafist.
Kennt verður laugardag frá kl. 13 - 17 og sunnudag frá kl. 11 - 16, samtals 9 tímar. Skráning á yoganatura@simnet.is. Verð 25.500 (2.500 kr. afsláttur ef greitt er fyrir 1. ágúst).
Kennari: Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, hormónajóga- og hathajógakennari og qigong iðkandi.
Fyrir hverjar er hormónajóga?
- Hormónajóga er fyrir konur á öllum aldri sem eiga við hormónatengd vandamál að stríða s.s. ófrjósemi, óreglulegar blæðingar, PCOS og fyrirtíðaspennu eða eru á snemmbúnu breytingaskeiði.
- Hormónajóga er fyrir allar konur 35+ sem ákveða að taka stjórn á eigin lífi og mæta því breytingatímabili sem framundan er (tíðahvörfin með tilheyrandi einkennum) með jákvæðu hugarfari og af öryggi.
- Hormónajóga er fyrir konur á breytingaskeiði en regluleg ástundun dregur á náttúrulegan hátt úr hættu á sjúkdómum sem eru tilkomnir vegna minnkandi hormónabúskapar eins og beinþynningu, kólesteról- og hjarta- og æðasjúkdómum.
- Hormónajóga er fyrir konur á breytingaskeiði en regluleg ástundun dregur á náttúrulegan hátt úr eða kemur í veg fyrir hvimleið einkenni tímabilsins eins og hitakóf, svefntruflanir, minni kynhvöt, hjartsláttartruflanir, pirring og hárlos. Listinn yfir möguleg einkenni er langur.
- Konur sem telja sig vera komnar yfir breytingaskeiðið en langar einfaldlega í skemmtilegar og orkugefandi jógaæfingar.
Í kennslunni er stuðst við bókina Hormónajóga – leið til að endurvekja hormónabúskap þinn eftir Dinah Rodrigues í þýðingu Rakelar, hormónajógakennara, en bókin fæst í Pennanum, hjá Forlaginu, Heimkaupum, Systrasamlaginu og í Ljósheimum.
Á námskeiðinu lærir þú allar stöðurnar (asanas) í hormónajóga, öndunaræfingarnar (pranayama) og orkutæknina (tíbetsk orkutækni) en hormónajógameðferðin samanstendur af þessu þrennu. Auk þess verða kenndar æfingar til að draga úr streitu og þátttakendum veitt innsýn í Qigongæfingar fyrir konur. Eftir helgina verða þátttakendur sjálfbærar með æfingarnar með aðstoð bókarinnar og geta gert æfingarnar heima eða þær geta mætt í opna hormónajógatíma í Ljósheimum sem eru auglýstir á heimasíðunni www.hormonajoga.is og á Facebook.