Óttaðist óvissuna við breytingaskeiðið. Viðtal við Rakel hormónajógakennara í Fbl. 28. des. 2019.
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir er eini hormónajógakennari landsins. Hún segir jógaæfingarnar hafa reynst konum á breytingaskeiðinu sérlega vel.
„Þegar ég uppgötvaði hormónajóga var ég farin að finna aðeins fyrir einkennum breytingaskeiðsins og óttaðist satt að segja þetta óvissutímabil sem framundan var. Sumar konur skauta léttilega í gegnum breytingaskeiðið en aðrar eru undirlagðar í mörg ár. Mér fannst lítið í boði til að mæta þessu tímabili með gleði og af skynsemi annað