Hvernig væri að nota tímann og læra orkugefandi og skemmtilegar hormónajógaæfingar sem koma þér til góða það sem eftir er ævinnar!!!!
Bókin um hormónajóga, Hormónajóga - leið til að endurvekja hormónabúskap þinn, eftir Dinah Rodrigues er kjörið lestrarefni nú þegar við erum í sóttkví. Í bókinni er fjöldi góðra æfinga sem allir geta lært og gert: Upphitunaræfingar, æfingar til að endurvekja hormónabúskapinn og slökunaræfingar sem upplagt að gera með öðrum fjölskyldumeðlimum.
Ef þú ert ekki í sóttkví getur þú komið í tíma í Ljósheimum einu sinni í viku (næsta námskeið hefst mánudaginn 23. mars) og gert svo æfingarnar heima hina dagana.
Bókin færst í öllum bókaverslunum Pennans, hjá Forlaginu, Heimkaupum, Systrasamlaginu, Betra lífi í Kringlunni og í Ljósheimum. Hún er einnig aðgengileg á bókasöfnum.
Vertu jákvæð og sjáðu tækifærin í stöðunni.
Comentários