
Árið 2001 framkvæmdi Dinah Rodrigues, höfundur hormónajóga, vísindalega rannsókn þar sem hún studdist við árangur 116 kvenna sem stunduðu hormónajóga og sendu henni reglulega upplýsingar um árangur sinn hverju sinni.
Niðurstöður
Magn hormóna jókst hjá öllum konunum og allar fundu þær fyrir því að einkenni breytingaskeiðsins urðu minni eða hurfu með öllu. Meðalæfingatími var fjórir mánuðir.
Æfingatíðni
Það hversu oft viðkomandi æfði (dagar í mánuði) og hve lengi (fjöldi mánaða) tengdist beinlínis því hversu mikið hormónaframleiðslan jókst og hvernig tókst að vinna á einkennunum.
Endurvekur framleiðslu hormóna
Það að stunda hormónajóga á breytingaskeiðinu endurvekur framleiðslu hormóna í líkamanum og verður til þess að magn hormóna í líkamanum eykst. Hormónajóga dregur einnig úr einkennum breytingaskeiðsins eða losar konur við þau að fullu.

Reynslusögur
Aftast í hormónajógabókinni eru reynslusögur kvenna þar sem gildi hormóna voru mæld áður en þær byrjuðu að iðka og svo aftur að ákveðnum tíma liðnum. Einnig var fylgst með einkennum og ákveðin tafla yfir einkenni notuð en töfluna er að finna í bókinni.
Við skulum kíkja hér á eina af þessum reynslusögum. Um er að ræða 49 ára gamla konu sem var á snemmbúnum breytingaskeiði eða perimenopause.
Einkenni:
Óreglulegar blæðingar, stundum litlar, stundum miklar með storknuðum dropum eða klumpum. Stundum engar blæðingar.
Áhugaleysi
Mígreni
Minni kynhvöt
Tilfinningalegt ójafnvægi og pirringur
Höfuðverkur
Skert lyktarskyn
Slæmt minni
Þunnt hár
Konan gerði æfingarnar sex sinnum í viku í 16 mánuði.
Magn estrógens í upphafi mældist 17,0 pg/ml en eftir 16 mánuði 367 pg/ml. Meira en 2000% aukning.
Einkenni voru horfin
Blæðingar voru eðlilegar
Konunni leið vel, var lífsglöð og skapgóð
16 mánuðir getur virst óratími en ef tekið er með í reikninginn allur ávinningurinn af reglulegri hreyfingu, kostum jógaiðkunar á andlega og líkamlega heilsu og streitulosun þá er hér um að ræða fjárfestingu inn í framtíðarheilsu og ávísun á leikandi létt breytingaskeið.
Comments