Search
  • Hormónajóga

Næring fyrir AUGUN (pása frá skjánum)

Orkan fer þangað sem athyglin fer !


Upphafsstaða: Sittu með bakið beint og lokaðu augunum. Andaðu að þér og haltu niðri í þér andanum. Settu tungubroddinn í mjúku gómfylluna í efri góm og hafðu athyglina á augunum. Gerðu rótarlásinn (mulabandha/draga saman grindarbotnsvöðvana) og teldu 1 – 2 – 3 og andaðu svo frá þér. Finndu orkuna streyma til augnanna. Athyglin er á augunum og orkan fer þangað sem athyglin fer. Endurtaktu æfinguna sjö sinnum.


Núna skaltu nudda lófunum saman 36 sinnum (með góðum krafti). Finndu hitann myndast innan í lófunum. Nú skaltu leggja kúpta lófana á augun. Ekki snerta þau. Fingurnir hvíla á enninu. Það kemst engin birta inn. Opnaðu augun og andaðu að þér orkunni í lófunum. Athyglin er allan tímann á augunum. Andaðu frá þér. Finndu fyrir víbringnum í augunum. Losaðu hendurnar og opnaðu augun varlega. Leyfðu birtunni að streyma inn. Blikkaðu þrisvar sinnum. Andaðu að þér og svo frá með langri fráöndun.....og andvarpi.
16 views0 comments