top of page
Search
Writer's pictureHormónajóga

Orkuskotið hormónajóga!

Updated: Aug 26, 2023


Ofurkonan Elín Gísladóttir hefur stundað hormónajóga með ofurárangri. Við lofum því ekki að 50 km skíðaganga og klifur á hæstu tinda verði ekkert mál en Ella púllar þetta þannig að það er aldrei að vita. :-)



En kynnum okkur nú hvar hún er stödd eftir 10 mánaða iðkun.


"Um þessar mundir eru komnir 10 mánuðir síðan ég hóf að stunda hormónajóga. Í apríl sl. tók ég þátt í 50 km skíðagöngukeppni, Fossavatninu á Ísafirði. Fyrir keppnina var ég kannski ekkert í mínu besta formi en ákvað samt að slá til og fara alla leið.


Ein leiðin sem ég notaði til að byggja mig upp var að gera æfingarnar mínar um morguninn, stuttu fyrir start. Fossavatnsgangan er erfið skíðagöngukeppni en að sjálfsögðu fer gengi fólks mikið eftir veðri og færi. Þennan dag var hífandi rok og ofankoma nánast allan tímann. Það gekk stundum svo langt að við þurftum að ýta okkur niður brekkurnar og höfðum heldur oft ekkert spor! Ég sagði að ef ég hefði ekki verið með bakpokann hefði ég sennilega bara fokið ofan í bæ. Ég kláraði á 5:49 sem er sæmilegt dagsverk. Það sem merkilegast var að ég fann ekki fyrir þreytu í og eftir keppnina og var vakandi langt fram eftir kvöldi án þess að þreytast. Æfingarnar skila mér orku sem endist lengi.


Í byrjun maí var ég svo heppin að fá að ganga á Hvannadalshnúk með 125 öðrum konum. Mig hefur dreymt um að fara á Hnúkinn í mörg ár en aldrei látið verða af því. Þessi ferð var mögnuð í alla staði. Ég var staðráðin í að komast alla leið og ákvað því að taka með mér smá orkuskot í veganesti. Ég gerði æfingarnar mínar um morguninn en lagt var af stað kl. 23:00 sama kvöld. Það er skemmst frá því að segja að allar konur toppuðu Hnúkinn. Sama lánið elti mig og þegar ég gekk Fossavatnið. Orkan mín entist alla 15 tímana sem ferðin tók og gott betur en það. Einum og hálfum sólarhring eftir að ég vaknaði á laugardagsmorgni var ég enn vakandi og ekki orðin vitund þreytt.


Það er einnig góð reynsla mín að ef ég þarf að koma mér í gang t.a.m. eftir skammvinn veikindi (Covid-bóluefni) þá er lítið betra en að gera þessar æfingar og líkaminn er mun fljótari að jafna sig en ef maður gerir ekki neitt.


Mæli því heilshugar með Hormónajóga, það gerir líka svo margt, margt annað fyrir mann."


Elín Gísladóttir

132 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page