top of page
Search

Qigong í hormónajóga

Updated: Aug 26, 2023


Qigong lífsorkuæfingarnar spila stórt hlutverk í hormónajóga.

Hormónajógað samanstendur af hefðbundnum jógastöðum (stöðum sem við þekkjum og allir geta gert), sterkri kviðöndun (Bastrika) til að örva líffærin í kviðnum og síðan orkuflæði. Orkuflæðið er mikilvægur þáttur en þar beinum við lífsorkunni (prana/qi) meðvitað til þeirra líffæra sem við erum að vinna með í æfingunum (oftast eggjastokkar, eistu og bris/lifur). Orkuflæðið er tekið úr qigong.


Hvað er Qigong?


Kínverjar hafa notað Qigong í meira en 5000 ár til heilsueflingar. Upphafið má líklega rekja til náinna tengsla manns og náttúru þegar maðurinn átti alla sína tilveru og lífsafkomu undir því að skynja og skilja eðli náttúrunnar. Qigong mótaðist á mörgum öldum sem líkamlegar æfingar, hugleiðslutækni, öndunartækni og lífsviðhorf. Mótunaráhrifin eru náttúran, sagan, trúin og erlendir straumar frá nálægum menningarsamfélögum.


Auk þess að viðhalda góðri heilsu er qigong notað til að takast á við veikindi og orkuleysi. Æfingarnar skipta hundruðum en um er að ræða ákveðin æfingakerfi líkt og í hormónajóga og nokkur þessara kerfa vinna beint með hormónastarfsemina.


Þann hluta sem snýr að hormónastarfseminni ætlum við að skoða betur í vetur.







27 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page