top of page
Search

Reynslusaga Sigurborgar - ég vel hormónajóga

Updated: Aug 26, 2023


Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ráðgjafi, 5Rytma- og jógakennari

Hér er reynslusaga hennar:


"Ég er 59 ára og að mestu búin að fara í gegnum breytingaskeiðið. Í febrúar 2019 þurfti ég að láta fjarlægja leg og eggjastokka og í framhaldi af því var ég mjög orkulaus og var alveg að örmagnast. Þá kynntist ég hormónajóga hjá Rakel en þar sem ég bý í Grundarfirði studdist ég við bókina um Hormónajóga og byrjaði að gera jógasyrpuna á morgnana. Ég gerði æfingarnar flesta daga og fann fljótlega algjöran viðsnúning. Ekki bara þann daginn sem ég gerði syrpuna, heldur fann ég hvernig orkan fór stigvaxandi og hvernig ég varð glaðari með lífið með hverjum deginum. Ég er glöð og þakklát fyrir að geta frekar notað jóga en hormónalyf."


Þetta skrifaði Sigurborg í ágúst 2019. Síðan bætir hún við í apríl 2020:


"Ég má til með að láta þig vita hvernig gengur hjá mér. Eins og þú vissir þá þurfti ég að ná upp orku eftir alvarleg veikindi, aðgerð og síðan kulnun í kjölfarið. Eitt sem ég hjó sérstaklega eftir er að ég vaknaði stundum með einhvers konar þreytuverki um allan líkamann sem ég gat ekki útskýrt. Núna byrja ég alla daga á því að gera hormónajóga (tekur mig 35 mínútur) og þá hverfa allir verkir. Í morgun náði ég ekki að byrja daginn á jóganu og síðan eftir göngutúr um hádegisbil kom ég heim örþreytt. Gerði þá jóga og það var algjör viðsnúningur. Af því ég þekki jóga vel, veit ég að það myndi alltaf gera með gott að gera jóga. En ég vel þessa syrpu / hormónajógað vegna þess að ég upplifi að það vinnur svo markvisst inn á innkirtlakerfið. Þessi ástundun hefur aukið lífsgæði mín til muna."


104 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page