top of page
Search
Writer's pictureHormónajóga

„Venjulega veslast eggjastokkar upp, en ekki mínir“

Updated: Aug 26, 2023


Elín Gísladóttir, Ella, hefur stundað hormónajóga reglulega í tæpa fjóra mánuði og finnur mjög mikinn mun á líðan sinni, bæði andlegri og líkamlegri. Þetta er önnur frásögn Ellu af tveimur og er sú fyrri birt í annarri bloggfærslu.

(Frásagnirnar eru tvær, báðar birtar 13. nóvember 2020. Sú fyrri er frá 28. ágúst 2020 og sú síðari frá 11. nóvember 2020.


Hér kemur síðari frásögn Ellu, birt með góðfúslegu leyfi hennar:


„Nú er ég hætt að telja æfingarnar mínar í dögum en þess í stað farin að telja þær í mánuðum. Ég geri þær alla jafna 5x í viku, alltaf á morgnana eftir að ég kem inn. Sá tími hentar mér mjög vel. Ég hef hugsað til þeirra kvenna sem ég hef sagt frá þessu jóga og til sjálfrar mín þegar ég var að hefja þessa vegferð. Ég veit að þetta getur verið svolítið strembið til að byrja með en samt eru þetta tiltölulega léttar æfingar miðað við aðrar sem ég hef prófað. Það sem skiptir máli er að halda út og æfa sig. Einnig hef ég verið dugleg að benda konum á facebook síðuna þína. Við erum að tala um svona 15-20 konur. Flest allar hafa talað um að verða sér úti um bókina (kaupa hana) ein veit ég að fór á bókasafn. Ég hef alltaf passað upp á að minnast á Thomas og dásamlegu myndirnar hans og eins á Dinah og hennar rannsóknarstarf, auk þess auðvitað að minnast á þig og þínar þýðingar og kennslu.


Ég fór til læknis í dag og fékk þá niðurstöðu að enn væri allt virkt, hún sagði að venjulega vesluðust eggjastokkar upp en það sæist ekki hjá mér. Ég er nærri því viss um að það hefði verið komið af stað ef ég hefði ekki tekið þessar æfingar upp. Hvað varðar hlaupin mín var ég ákveðin í að komast á lappirnar aftur eins og ég orðaði það (ekki rosalega pent orðað samt), hvernig sem ég færi að því. Það verður samt að segjast eins og er að ég efaðist um þessi orð mín. En það hefur tekist og vil ég þakka það þeim teygjum sem ég geri. Ég hleyp sem sagt verkjalaus og það er svo gott af því að það er og hefur verið aðal hreyfingin mín lengi. Ég er aftur farin að hugsa um maraþonvegalengdina og fór m.a. 29 km sl. laugardag eftir að hafa verið að bæta við mig km hægt og sígandi.


Ég er ósköp fegin að vera laus við það að þurfa að taka lyf, bætiefni eða vera með e-a plástra á líkamanum. Sennilega væri ég þar ef ekki væri fyrir þessar æfingar. Það sem er líka mjög mikill plús er að vera bein í baki en ekki hokin eins og ég var orðin.


Megi þér ganga sem allra, allra best að breiða út boðskapinn. Ég skal reyna mitt allra besta til að gera það líka.“


Með kærleikskveðju,

Namaste,

Ella.

152 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page