top of page
Search

Vonin að þetta muni takast


Hormónajóga hefur hjálpað fjölmörgum konum sem greinast með óútskýrða ófrjósemi að eignast barn. Hormónajógakennarar, kollegar mínir í útlöndum, leyfa mér að fylgjast með þegar kraftaverkin gerast í þeirra ranni og nú er svo komið að ég sjálf get farið að segja þeim kraftaverkasögur - íslenskar kraftaverkasögur!


Hér kemur mögnuð kraftaverkasaga sem ég fékk senda fyrir nokkrum dögum.


„Sæl mig langaði bara að senda á þig og segja þér aðeins frá.


Ég hafði reynt að eignast barn síðan haustið 2017. Nóvember 2020 sá ég auglýst hormónajóganámskeið og ákvað að skella mér. Ég stundaði hormónajóga 3-5 sinnum í viku í desember-júní. Tók svo smá pásu í júní vegna anna og náði nokkrum skiptum í júlí og ætlaði svo á fullt skrið í ágúst en komst þá að því að ég væri orðin ófrísk. Nú er ég á leiðinni heim með litlu stúlkuna mína sem ég átti fyrir tveimur dögum. ❤️


Ég er viss um að þetta sé jóganu að þakka en hormónajógað gaf mér líka svo miklu meira eins og minni streitu, betri grindarbotnsvöðva, liðleika og síðast en ekki síst von um að þetta myndi einhvern tímann takast.


Kærar þakkir til þín. Ég hef dásamað hormónajógað við mjög marga og hvet þær sem ég veit að eiga í vandræðum með að eignast börn til að prófa þetta því eins og þú sagðir þá er engu að tapa“.


Ástarþakkir kæra Sólveig og til hamingju með litlu jógastelpuna þína.

Næsta byrjendanámskeið í hormónajóga fyrir konur hefst þriðjudaginn 3. maí. Skráning hér.


56 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page