top of page
Search

Ég er með PCOS. Getur hormónajóga hjálpað mér?

Updated: Aug 26, 2023


Regluleg ástundun hormónajóga hefur reynst stúlkum og konum með PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni vel. Hér neðar er reynslusaga stúlku sem sýnir hversu fljótt æfingarnar skila sér.


En hvað er PCOS?


PCOS er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos og hrjáir um 20% kvenna í hinum vestræna heimi. Einkennin koma oft fram fljótlega eftir fyrstu blæðingar en kvillinn getur þróast seinna til dæmis í kjölfar þyngdaraukningar. Einkenni eru mjög mismunandi. Hjá unglingsstúlkum eru fyrstu einkenni oft stopular eða jafnvel engar blæðingar en hjá fullorðnum konum erfiðleikar við að verða þungaðar eða óútskýrð þyngdaraukning. Óregla á tíðahring er algengust, meira en 35 dagar eru á milli blæðinga eða blæðingar eru meiri og standa lengur en eðlilegt getur talist. Aukin myndun og seyting andrógena (karlhormóna) getur leitt til aukins hárvaxtar, unglingabóla, bæði hjá unglingum og fullorðnum og skallablettamyndunar. Ófrjósemi er einnig algengt vandamál.


Hvernig getur hormónajóga hjálpað?


Reynslan sýnir að regluleg ástundun hormónajóga getur hjálpað konum með óreglulegar blæðingar, m.a. vegna PCOS, að koma á jafnvægi. Frjósemin eykst og andleg og líkamleg heilsa verður betri.


Hér er reynslusaga ungrar konu sem náði að koma blæðingunum í eðlilegt horf með reglulegri ástundun hormónajóga:


"Ég var tiltölulega ung þegar ég byrjaði á blæðingum eða 11 ára. Blæðingarnar voru mjög óreglulegar og hættu alveg í kringum þrettán ára aldurinn. Það var ekki fyrr en eftir nokkrar sprautur, lyfið Provera og getnaðarvarnir með hormónum sem blæðingarnar byrjuðu aftur.

Þegar ég hætti á getnaðarvarnarlyfjunum hættu blæðingarnar líka. Um þetta leiti hafði ég skipt um lækni sem greindi mig með blöðrur á eggjastokkunum eða PCOS (Polycystic ovary syndrome). Ég fékk lyfjameðferð til að örva egglos og varð ófrísk en missti fóstur eftir fimm mánaða meðgöngu.

Svo heyrði ég af hormónajóga. Ég las allt sem ég gat fundið um það og sá og það hafði hjálpað mörgum konum í mínum sporum. Ég skráði mig á byrjendanámskeið, hætti að taka inn hormónalyfin og var mjög peppuð fyrir æfingunum. Mér leist strax vel á æfingaröðina sem er dýnamísk og tekur aðeins um 30 mínútur að gera og mætti í alla tímana og æfði mig samviskusamlega heima.

Tveimur vikum eftir að námskeiðinu lauk, og ég hafði gert æfingarnar á hverjum degi, fór ég í sónar þar sem læknirninn minn tjáði mér að ég væri eingöngu með eina blöðru á öðrum eggjastokknum sem voru mikil gleðitíðindi. Ég hélt áfram að gera æfingarnar og sleppti varla úr degi. Tveimur mánuðum síðar byrjaði ég á blæðingum án allra lyfja."


Reynslan sýnir, og hún er besti mælikvarðinn, að jafnvægi kemst á blæðingar og frjósemi eykst.









18 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page